Hvað er í boði?
Tindur er hjólreiðafélag fyrir áhugafólk um hjólreiðar og hjólreiðaæfingar á Íslandi. Hjólreiðar eru fyrir alla en ekkert er betra en að þeysast um í góðum félagsskap. Meðlimir Tinds leggja sig fram um að ná sem bestum persónulegum árangri og hafa gaman að.
Í Tindi hjólreiðafélagi er öflugt félagsstarf þar sem hver og einn getur sniðið sér stakk eftir vexti. Í boði eru opnar útiæfingar á racer, keppnishópur í götuhjólreiðum, fjallahjólaæfingar og ferðir.
Með góðri ástundun og réttu hugarfari hefur félagið einnig getið af sér margt af besta hjólreiðafólki landsins síðustu ár.
Dagskrá 2024/2025
götuhjól
Meðlimir Tinds hjóla úti allt árið um kring. Innifalið í félagsgjaldinu eru opnar útiæfingar, viðburðir, hóphjól og afslættir hjá helstu hjólabúðum landsins. Einnig fá meðlimir skráningu á hjolamot.is og afslætti af hjólamótum sem Tindur heldur.
Vetraræfingar 2024-2025
Fara fram í World class og verða á eftirtöldum dögum
Þriðjudagar kl 18:00 World Class Smáralind
Fimmtudagar kl 18:00 World Class Smáralind
Laugardagar kl 08:00 World Class Kringunni
Sérstakir Mobility tímar verða á Fimmtudögum kl 19:00 í World Class Smáralind.
Sumardagskrá 2024
Mánudagar kl 17:30 eru interval æfingar
Miðvikudagar kl 18:00 samhjól þar sem allir eru velkomnir
Fimmtudagar TNW verður til staðar en ekki í hverri viku, sérstaklega auglýst á Facebook
Föstudagar, Coffee Ride kl 07:00, sjá nánar á Facebook
Laugardagar kl 09:00 löng æfing
Sunnudagar Messa á hverjum morgni.
Umsjónafólk götuhjólaæfinga og yfirþjálfarar:Margrét Arna Arnardóttir og Thomas Skov Jensen
Fjallahjól
Æfingar tvisvar í viku
Mánudagur AM æfing sjá nánar í Facebook hóp AM
Þriðjudagur Rafmagnshjól sjá nánar í Facebook hóp AM
Sumarnámskeið fyrir börn
Tindur í samstarfi við Hjólaskólann er með sumarnámskeið fyrir krakka og unglinga.
Skráning á Sumarnámskeið Hjólaskólans er í gegnum Sportabler.
Vetrardagskrá 2018-2019
Æfingaferð
Tindur stendur fyrir árlegri æfingaferð þar sem róið er á heitari mið. Árin 2013, 2014, 2015 og 2016 tækluðu félagar fjöll og brekkur á Tenerife. Árið 2017 voru kannaðar nýjar slóðir á Gran Kanarí og það sama var gert árið 2018. Árið 2019 var ferðinni aftur aldur til Tenerife. Tindur leggur áherslu á að ferðirnar séu vel skipulagðar, skemmtilegar og árangursríkar þannig að allir geti fengið sem mest út úr ferðinni, sama hver markmiðin eru.
Fjallahjólaferðir
Innanlands
Innan Tinds er starfandi hópur sem stundar "all mountain" hjólareiðar og hist er einu sinni í viku og farið á valda staði fyrir utan höfuðborgina og í sumum tilfellum enn lengra. Hópurinn er með sína Facebook síðu sem er nefnd hér að ofan.
Utanlands
Árið 2017 fór Tindur í fyrsta skipti í fjallahjólaferð utan landsteinana. Ferðinni var heitið til Verbier í Sviss. Ferðin tókst hrikalega vel og var uppselt í hana. Við ætlum að endurtaka leikinn fyrir árið 2018 og leggjum í hann 22.9 og verður gist í 7 nætur. Skráning er þegar hafin. Vinsamlegast hafið samband við thorakatring@gmail.com.