Opinn kynningarfundur á barna - og unglingstarfi Tinds 2017
Opinn kynningarfundur á barna- og unglingastarfi Tinds, vor og sumar 2017.
Við bjóðum til kynningarfundar um barna- og unglingastarfs í hjólreiðum hjá hjólreiðafélaginu Tindi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 4.janúar kl. 17:30 að Fiskislóð 16, Reykjavík. Vorönn hefst svo formlega 9.janúar 2017 á fyrstu æfingaviku ársins.
Skráning HÉR
Þjálfarar ungmenna í félaginu eru Björk Kristjánsdóttir og Óskar Ómarsson og munu þau fara yfir dagskrá vorannar og sumarsins; markmið þjálfunar; fyrirkomulag æfinga og fleiri atriði sem snúa að hjólreiðaþjálfun og að stíga sín fyrstu skref í nýju sporti.
Fundurinn er opinn öllum, börnum, unglingum og foreldrum óháð skráningu í Tind hjólreiðafélag.
Um æfingarnar
Aldur
Æfingarnar henta börnum og unglingum 11 - 18 ára. Það sem mestu máli skipti er að vera nokkuð sjálfbjarga á hjólinu. Við vinnum svo markvisst að því að byggja upp sjálfstraust og sjálfstæði. Á nítjánda aldursári tekur við þjálfun í fullorðinsflokkum.
Markmið
- Öðlast aukið sjálfstraust og sjálfstæði á hjólinu.
- Bæta tækni og öryggi á hjólinu.
- Auka styrk og þol.
- Stuðningur og ráðleggingar fyrir þá sem hafa áhuga á að ná árangri í keppnum.
Tímabil
- Vorönn 9.janúar - 21.maí 2017 (19 vikur) - Æfingaferð
- Sumarönn 1 er 22.maí - 18.júní 2017 (4 vikur)
- Sumarönn 2 er 19.júní - 16.júlí 2017 (4 vikur)
- Sumarfrí 17.júlí - 20.ágúst (5 vikur)
- Haustönn 5.september - 15.desember 2017 (15 vikur)