Fellahringurinn 2017
Fimmtudaginn 24. ágúst var haldin í fyrsta skipti fjallahjólakeppnin Fellahringurinn þar sem var hjóluð um 30 km leið og hins vegar 15 km leið eftir stígum og vegum í Mosfellssveitinni. Tengist þessi keppni bæjarhátíðinni "Í túninu heima" í Mosfellssveit. Gert er ráð fyrir því að hafa þessa keppni árlega enda gekk allt mjög vel og brautin hrein skemmtun fyrir XC hjól.
Um 140 keppendur tóku þátt að þessu sinni og voru margir úr Tindi mættir til leiks. Helstu úrslit voru þau að Natalía Erla Cassata úr Tindi kom sá og sigraði kvennaflokkinn í 15 km vegalengdinni á tímanum 00:43:06 eða tæpum þremur mínútum á undan næstu konu. Ung og mjög efnileg stúlka hér á ferð sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni. Hermann Johannesson líka úr Tindi tryggði sér öruggan sigurinn í karlaflokki og Valgeir Þór Halbergsson úr Tindi kom inn þriðji.
í 30 km vegalengdinni átti Tindur þriðja sætið í báðum flokkum. Þóra Katrín Gunnarsdóttir í kvennaflokki og Birkir Snær Ingvason í karlaflokki.
Hrönn Ólína Jörunsdóttir landaði svo 3. sætinu í aldursflokknum 30-39 ára og Helga Halldórsdóttir 1. sætinu í 50+.
Innilega til hamingju með þessa frammistöðu! Við sjáumst svo hress að ári.
Myndir: Fellahringurinn 2017
Sigurvegarar í 30 km karla - Bjarki, HFR, 2. sæti, Hafsteinn Ægir, HFR, 1. sæti og Birkir 3. sæti.
Sigurvegarar í 30 km kvenna. Anna Kristín, HFR 2. sæti, Inga María Víkingur 1. sæti og Þóra Katrín, Tindur, 3. sæti.
Sigurvegarar í 15 km karla. Rúnar Már, 3SH, 2. sæti, Hermann, Tindur, 1. sæti og Valgeir, Tindur 3. sæti.
Sigurvegarar í 15 km kvenna. Eyrún Sara, 2. sæti, Natalía, Tindur, 1. sæti og Erla Björk, HFR, 3. sæti.