Hefur þitt barn áhuga á hjólreiðum?

Tindur býður upp á heilsársprógram fyrir börn- og unglinga sem hafa áhuga á að æfa hjólreiðar. Lögð er áhersla á styrk, þrek, tækni og aukið sjálfstæði á hjólinu. Á æfingum er hægt að velja um mætingu á götu- eða fjallahjóli eftir áhugasviði og búnaði hvers og eins.

Prógrammið fer fram úti á haustin, vorin og sumrin en inni yfir veturinn þegar færð og veður leyfa ekki útiþjálfun. Þegar hópurinn er inni er val um traineræfingar og/eða þrekæfingar.

Þjálfarar eru Óskar Ómarsson og Björk Kristjánsdóttir.

Mikil gróska hefur verið undanfarið í hjólreiða sportinu. Tindur vill stuðla að uppbyggingu og framtíð íþróttarinnar með því að hlú að yngri hjólreiðamönnum- og konum og gera þeim kleift að fóta sig í sportinu. Skipulagðar æfingar opna nýjar leiðir og varpa nýju ljósi á íþróttagrein í uppbyggingu.

Frekari upplýsingar í S: 8684750 (Björk) eða tölvupósti: bjork.kristjansdottir@gmail.com

Oskar Omarsson