Nýjungar fyrir veturinn

Þá er sumarvertíð hjólarans lokið og haustið tekið við með Cyclocross keppnum og tilheyrandi fjöri. Eins og hjólasportið er félagsstarf Tinds í stanslausri þróun, við leitum nýrra leiða til þess að auka þjónustu og framboð félagsins með það að markmiði að auka ástund og áhuga á hjólasportinu. Í haust er það sérstakt áhersluefni að stuðla að markvissari æfingum.

3.október 2016 keyrir Tindur í gang 52 vikna prógram fyrir félagsmenn. Prógramið miðast við að skila þremur æfingum á viku og verður því fylgt eftir á útiæfingum Tinds sem eru sem fyrr á mánudögum, miðvikudögum og sunnudögum. Prógramið, sem sett var saman af Ingvari Ómarssyni, verður aðgengilegt öllum félagsmönnum.

Einu sinni í viku mætir síðan þjálfari úr þjálfarateymi félagsins (Óskar, Björk og Ágústa) og aðstoðar hópinn við að framkvæma verkefnin, svarar spurningum varðandi prógramið, þjálfun, æfingar og annað sem tengist hjólreiðum. (Kemur fram í event hvort þjálfari er á staðnum)

Hvað fleira er í boði? Heilsársæfingahópur Tinds er starfandi síðan í ágúst í samstarfi við Sporhúsið. Þar eru á ferðinni minni hópar sem æfa undir handleiðslu Bjarkar, Óskars og Ágústu. Æfingar eru 4 X í viku. Þrjár hjólaæfingar og ein basecamp æfing þar sem lögð er áhersla á styrk og core. Innifalið í því prógrammi er einnig fullur aðgangur að Sporthúsinu líkamsrækt. Þetta prógram er opið fyrir alla og hentar öllum. Unglingahópur Tinds fór af stað með trukki í síðustu viku. Unglingahópurinn hittist 2 X í viku og æfir á götu- og/eða fjallahjólum undir handleiðslu Óskars og Bjarkar. Þau áttu glæsilega innkomu í cyclocross senuna síðastliðinn sunnudag.

Frekari upplýsingar um unglingastarfið og heilsársæfingar Tinds og Sporthússins má nálgast hjá Björk: bjork.kristjansdottir@gmail.com, S: 8684750

Oskar Omarsson