Reykjavíkurhringir Tinds og Hafnartorgs

Tindur hjólreiðafélag og Hafnartorg taka höndum saman og blása til veislu þann 17. ágúst næstkomandi. Markmið viðburðarins er að koma saman sem hjólreiðasamfélag og safna eins mörgum hjóluðum kílómeturm og hægt er á einum sólarhring.

Reykjavíkurhringir Tinds er árlegur viðburður sem hefur verið haldinn innan Tinds síðustu árin en í ár viljum við gera hann en stærri og bjóðum því öllu hjólreiðasamfélaginu að koma með okkur út að leika. Í fyrra söfnuðum við 310 hringjum eða 8060 km, sá sem lengst hjólaði fór 19 hringi og skellti í 500 km. Hvað náum við mörgum hringjum í ár? Hver fer lengst?
Frábær leið til að setja sér markmið og brjóta múra, 50km, 100km, 200km eða 300 km dagur, það er allt í boði.

Leiðin sem farin verður er hinn klassíski “Reykjavíkurhringur” en hann er um 26 km að lengd. Hægt er að fara hringinn rétt- og rangsælis að vild.

https://www.strava.com/routes/3126539386340813018...

Hafnartorg kemur að viðburðinum og skaffar okkur frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Aðstaða inni og úti verður til fyrirmyndar, tónlist og gleði allsráðandi. Verðum með frábæra samstarfsaðila innan Hafnartorgs sem munu koma að viðburðinum með ýmsum hætti og verður það nánar kynnt er nær líður.

Gerum það sem okkur finnst skemmtilegast, setjum okkur markmið fyrir daginn og njótum þess að koma saman sem öflugt samfélag.


Tindur Hjólreiðafélag